Sálfræðiaðstoð. Óheppilegt nafn
Hæ
Ég er búinn að vera að þjást að smá þráhyggju til stelpu sem ég var að vinna með. Segi var, því ég hætti í vinnunni út af henni því ég hélt að það myndi hjálpa mér í að losna við þessa þráhyggju. En eftir að vera hættur í nokkra mánuði, reyna að deyfa tilfinningar mínar með allt of miklu áfengi og búinn að vera að velta fyrir mér hvernig ég ætti nú að drepa mig þar sem ég er búinn að vera að hata líf mitt í rúmt ár ákvað ég að leita mér aðstoðar.
Googleaði sálfræðiaðstoð. Fyrsti hlekkurinn er kvíðameðferðarstöðin sem er skv vinkonu minni sem er með doktorsgráðu mjóg fín stofnun, ég er búinn að skrá mig í meðferð til að reyna að losna við þessa þráhyggju yfir þessari stelpu sem ég var að vinna með.
Eina sem ég er að spá í: kvíðameðferðarstöðin, kms.is.
KMS er skammstöfun fyrir Kill My Self. Er ég eini sem finnst það vera pínu óheppilegt og kjánalegt fyrir meðferðarstofnun fyrir kvíða og öðrum sálfræðilegum kvillum?